Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Vísir/Vilhelm „Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
„Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira