Innlent

Elsa María nýr formaður LÍS

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir í pontu á landsþinginu um helgina.
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir í pontu á landsþinginu um helgina. LÍS
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta á landsþingi LÍS, sem slitið var á sunnudag. Fráfarandi formaður, Aldís Mjöll Geirsdóttir, tekur við stöðu gæðastjóra.

Elsa María er 23 ára og lauk B.A. gráðu í myndlist við Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún hefur setið í framkvæmdarstjórn LÍS síðastliðin tvö ár, sinnt stöðu jafnréttisfulltrúa og starfað sem alþjóðaforseti samtakanna.

Fram kemur í tilkynningu frá LÍS að í framboðsræðu sinni hafi Elsa lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að stúdentar láti ójafnrétti og aðgengisskort ekki líðast og að sett verði markmið innan samtakanna þar sem krafist er heildstæðrar menntastefnu frá yfirvöldum með sérstakri aðgengisáætlun fyrir háskólakerfið. „Mikilvægt er að stúdentar standi sameinaðir í að gæta þess að þeirra hlutur sitji ekki eftir,“ eins og þar stendur.

Þá var Salka Sigurðardóttir kjörin alþjóðafulltrúi samtakanna. Salka er 23 ára og hefur sinnt starfi upplýsingafulltrúa í Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík síðastliðið ár.

Nánari umfjöllun um landsþingið og kjörið má nálgast á heimasíðu LÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×