Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09