Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. mars 2018 19:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið. Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00