Þekking er gjaldmiðill framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 22. mars 2018 17:00 Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun