„Hættið að verja þennan ósóma“ Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 14:01 Páll Magnússon telur Braga Pál ekki húsum hæfan en Ingibjörg Dögg og Jón Trausti verja sinn mann. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21