Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2018 21:30 Fyrir utan liggur togarinn Málmey. Inni á rannsóknarstofunni er verið að vinna fæðubótarefni úr sjávarafla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00