Það sem ekki má Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:00 Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun