Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir mistök var Facebook-síða Víking brugghúss opin unglingum undir áfengiskaupaaldri. Aldurstakmörk voru sett á eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00