Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir mistök var Facebook-síða Víking brugghúss opin unglingum undir áfengiskaupaaldri. Aldurstakmörk voru sett á eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00