Kæra Katrín Jakobsdóttir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:10 Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar