Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2018 12:15 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði frá 19. janúar. Vísir/GVA Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
„Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38