Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2018 20:00 Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill Fermingar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill
Fermingar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira