Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 18:30 Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45