Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 13:15 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, var mætt á fund samninganefndanna um klukkan 13 í dag. Hún segir ljósmæður ekki ætla að slaka á kröfum sínum. vísir/vilhelm Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03