Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:11 Rósa Björk eftir fundinn í Alþingishúsinu í kvöld. Hún sagði fundinn hafa verið upplýsandi og nauðsynlegan. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent