Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 18:45 Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. Mæður sem hittu ráðherrann í dag segja réttláta launahækkun 300 kvenna ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Kjaraviðræður ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hafa verið í hnút frá því deilunni var vísað til ríkissáttasemjara hinn 5. febrúar. Síðasti samningafundur var á þriðjudag í síðustu viku og hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Deila ljósmæðra hefur að sjálfsögðu áhrif á verðandi mæður. Þær mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun til að færa fjármálaráðherra köku. Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra. „Við vildum bara færa þér köku til að hafa með kaffinu þegar þið ræðið mál ljósmæðra,“ sagði Íris Tanja Flyering sem mætti með níu mánaða dóttur sína. „Takk fyrir það. Hún er blá og falleg,“ sagði Bjarni Benediktsson greinilega ánægður með kökuna. Hann lýsti því yfir á Alþingi í vikunni að kröfur ljósmæðra væru óaðgengilegar en Íris Tanja sagði honum að það væri allt í lagi að skipta um skoðun. „Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra.“ „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ sagði fjármálaráðherra. Kröfur ljósmæðra hins vegar stefna öðrum samningum í hættu.Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra.vísir/vilhelmKröfur langt umfram aðra samninga „Það er sjálfsagt að greina frá því að þær kröfur sem síðast komu fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám. En það þýðir ekki að ég sé ekki bjartsýnn á að við getum unnið með þær kröfur og fundið leiðir til að leiða fram niðurstöðu. Það er umboðið sem samninganefnd ríkisins hefur.“ Margir erfiðir samningar hafi verið gerðir á undanförnum tólf mánuðum og launakröfur ljósmæðra séu langt umfram þá samninga. Andrea Eyland Sóleyar- og Björgvinsdóttir sem á að fæða eftir viku segir undarlegt að ráðherra telji samfélagið fara á hliðina með hækkun launa 300 kvenna. „Mér finnst það skrítið þar sem hann hefur tekið við launahækkunum án þess að hika og þjóðfélagið ekki farið á hliðina við það,“ segir Andrea Eyland og vísar til launahækkana sem kjararáð færði ráðherrum og þingmönnum. Ákveðin kaldhæðni hafi falist í kökugjöfinni til Bjarna þar sem hann sé mikill kökugerðarmaður. „Meðan við vorum látin bíða hér úti í kulda og vosbúð tvær óléttar og ein með lítið barn hertist svolítið hugurinn. Við vorum orðnar svolítið efldar þegar hann kom út og við ætluðum svolítið að taka hann á beinið með þetta,“ segir Andrea Eyland. En þegar Bjarni gekk á braut með kökuna mátti heyra hann segja „Þetta er mikil kaka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. Mæður sem hittu ráðherrann í dag segja réttláta launahækkun 300 kvenna ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Kjaraviðræður ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hafa verið í hnút frá því deilunni var vísað til ríkissáttasemjara hinn 5. febrúar. Síðasti samningafundur var á þriðjudag í síðustu viku og hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Deila ljósmæðra hefur að sjálfsögðu áhrif á verðandi mæður. Þær mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun til að færa fjármálaráðherra köku. Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra. „Við vildum bara færa þér köku til að hafa með kaffinu þegar þið ræðið mál ljósmæðra,“ sagði Íris Tanja Flyering sem mætti með níu mánaða dóttur sína. „Takk fyrir það. Hún er blá og falleg,“ sagði Bjarni Benediktsson greinilega ánægður með kökuna. Hann lýsti því yfir á Alþingi í vikunni að kröfur ljósmæðra væru óaðgengilegar en Íris Tanja sagði honum að það væri allt í lagi að skipta um skoðun. „Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra.“ „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ sagði fjármálaráðherra. Kröfur ljósmæðra hins vegar stefna öðrum samningum í hættu.Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra.vísir/vilhelmKröfur langt umfram aðra samninga „Það er sjálfsagt að greina frá því að þær kröfur sem síðast komu fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám. En það þýðir ekki að ég sé ekki bjartsýnn á að við getum unnið með þær kröfur og fundið leiðir til að leiða fram niðurstöðu. Það er umboðið sem samninganefnd ríkisins hefur.“ Margir erfiðir samningar hafi verið gerðir á undanförnum tólf mánuðum og launakröfur ljósmæðra séu langt umfram þá samninga. Andrea Eyland Sóleyar- og Björgvinsdóttir sem á að fæða eftir viku segir undarlegt að ráðherra telji samfélagið fara á hliðina með hækkun launa 300 kvenna. „Mér finnst það skrítið þar sem hann hefur tekið við launahækkunum án þess að hika og þjóðfélagið ekki farið á hliðina við það,“ segir Andrea Eyland og vísar til launahækkana sem kjararáð færði ráðherrum og þingmönnum. Ákveðin kaldhæðni hafi falist í kökugjöfinni til Bjarna þar sem hann sé mikill kökugerðarmaður. „Meðan við vorum látin bíða hér úti í kulda og vosbúð tvær óléttar og ein með lítið barn hertist svolítið hugurinn. Við vorum orðnar svolítið efldar þegar hann kom út og við ætluðum svolítið að taka hann á beinið með þetta,“ segir Andrea Eyland. En þegar Bjarni gekk á braut með kökuna mátti heyra hann segja „Þetta er mikil kaka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45