Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 10:07 Það var fjör á þinginu á nótt og athyglisvert að heyra hvernig taktar gamalreyndra stjórnmálamanna komu Guðmundi Andra fyrir sjónir, en eldglæringar voru milli þeirra Guðlaugs Þórs og Þorgerðar. Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“ Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira
Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira