Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 20:00 Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22