UFC-stjarna greinir frá því að sér hafi verið nauðgað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 VanZant fyrir bardaga hjá UFC. vísir/getty Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit. MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit.
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira