Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 21:35 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason ráðherra á fund nefndarinnar. Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“ Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“
Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10