Innlent

VR og VS ræða sameiningu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Guðbrandur Einarsson, formaður VS, takast hér í hendur.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Guðbrandur Einarsson, formaður VS, takast hér í hendur. VR
Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS), sem haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi, samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að gengið yrði til viðræðna við VR um sameiningu félaganna.

Á vefsíðu VR kemur fram að formaður félagsins, Ragnar Þór Ingólfsson, sé ánægður með þessa ákvörðun og segir hann að slík sameining myndi styrkja stöðu félagsmanna á svæðinu og VR í heildina.

Í sömu frétt er haft eftir Guðbrandi Einarssyni, formanni VS, að aðdragandi þessarar ákvörðunar væri m.a. sú ólga sem skapast hefði í VS á síðustu vikum. Þessi tillaga væri fram komin til þess að skapa sátt svo að hægt verði að beina kröftum að því sem öllu máli skipti sem eru hagsmunir félagsmanna á svæðinu. Það sé því ánægjulegt að fundurinn hafi samþykkt þetta eins afgerandi og raunin varð.

Ekki er búist við því að viðræður félaganna muni taka langan tíma. Náist samkomulag milli VS og VR verður tillaga um sameiningu lögð fyrir félagsmenn VS í allsherjaratkvæðagreiðslu. Samningurinn yrði svo lagður fram til staðfestingar á næsta aðalfundi VR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×