Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, var ein af sprautunum í því að setja á stofn samtök um varðveislu Sundhallarinnar. Samtökin mótmæltu fyrirhuguðu niðurrifi fyrir utan höllina í febrúar á þessu ári. Vísir/eyþór Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra Sjá meira
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00