Kraftmikil sókn í menntamálum Skúli Helgason skrifar 27. apríl 2018 07:00 Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Skúli Helgason Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun