Ísland fellur um þrjú sæti á lista um fjölmiðlafrelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 12:52 Samskipti íslenskra fjölmiðla og stjórnmálamanna eru sögð hafa súrnað. Vísir/Getty Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast. Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast.
Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira