Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Landspítalinn mun koma til með að þurfa að forgangsraða rýmum og þjónustu. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00