Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:29 Mynd frá IFB af Hauki. Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22