Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:44 Að sögn Ellenar mun það bitna mest á meðgöngu-og sængurlegudeild að heimaþjónustuljósmæður leggi niður störf. vísir/vilhelm Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent