Eygló Ósk Gústafsdóttir vann sín önnur gullverðlaun á Íslandsmótinu í sundi í Laugardalslaug í dag þegar hún sigraði 100m baksundi.
Eygló kom í mark á 1:02,45 mín. og var fimm sekúndum á undna næstu keppendum. Eygló synti undir EM50 lágmarki en hún hafði nú þegar náð því fyrr á árinu. Eygló vann einnig 200m baksund í gær og náði einnig undur EM50 lágmarki í þeirri vegalengd.
Eitt Íslandsmet féll á mótinu í dag þegar karlasveit SH sigraði 4x100m fjórsund á 3:50,57 mínútum. Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson skipuðu sveit SH. Þeir bættu metið um rúmar fjórar sekúndur, en það fyrra var 3:55,08.
Anton Sveinn náði einnig í sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann sigraði 50m bringusund á 28,87 sekúndum.
Kristinn Þórarinsson tók tvö gullverðlaun í dag í 100m baksundi og 200m fjórsundi.
Eygló tvöfaldur Íslandsmeistari
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti
