Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. apríl 2018 20:00 Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum. Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum.
Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira