Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. apríl 2018 20:00 Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum. Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum.
Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira