Ljóshærði kantmaðurinn hefur verið í lykilhlutverki hjá KA síðustu tvö ár og félagið mun njóta þjónustu hans áfram.
Þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá Völsungi en hann fór þaðan til Stabæk í Noregi. Hann kom svo til KA árið 2016 og verður þar áfram.
Hann spilaði alla 22 leiki KA í Pepsi-deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim leikjum 5 mörk.