KR var með boltann í 16 mínútur á móti Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 16:00 Finnur Orri Margeirsson með boltann í nokkrar sekúndur af þeim 16 mínútum sem gestirnir höfðu hann. vísir/daníel þór Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Sjá meira
Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Sjá meira
Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45