Handarlausi varnarmaðurinn kominn í NFL-deildina | Spilar með tvíburabróður sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2018 13:00 Griffin fagnar eftir að hafa verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. vísir/getty Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira