Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um meint vanhæfi bæjarfulltrúa í Sundhallarmáli Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. apríl 2018 06:00 Sundhöllin sem til stendur að rífa. Vísir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00