
Lögbundin leiðindi
Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg.
Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis.
Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði.
Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda.
Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.
Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þing í þágu kvenna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Drengir á jaðrinum
Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Þráinn Farestveit skrifar

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar

Vígvellir barna eru víða
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Narsissismi í hnotskurn
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Palestína í Eurovision
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi
Þórir Garðarsson skrifar

Hversu lítill fiskur yrðum við?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðin vill eitt, Kristrún annað
Ole Anton Bieltvedt skrifar