„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2018 18:09 Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar en Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. vísir/andri marinó Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36