„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2018 18:09 Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar en Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. vísir/andri marinó Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36