Hærri skattar á gosdrykki kynntir fyrir ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2018 14:48 Lagt er til að skattar á sykraða gosdrykki verði hækkaðir. Vísir/Valli Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag tillögur Embættis landlæknis um að breyta álögum á tiltekin matvæli til bæta neysluvenjur landsmanna. Tillögurnar eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga úr heilsufarslegum ójöfnuði. Svandís segir mikilvægt að stjórnvöld fjalli um tillögur Embættis landlæknis, enda sé það lagt til í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að kostir þess að beita efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu verði skoðaðir að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.Vísir//VilhelmÍ minnisblaði embættisins til heilbrigðisráðherra þessa efnis er áhersla lögð á að lýðheilsusjónarmið verði höfð til hliðsjónar við beitingu efnahagslegra hvata þannig að þeir virki sem forvarnaraðgerð og verði til þess að bæta heilsu landsmanna. Bent er á að sykurneysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráðlagðri hámarksneyslu meðal ungs fólks og barna og í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar sé neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum mest hér á landi. Þessar neysluvenjur auki líkur á offitu og tannskemmdum og geti aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Embætti landlæknis segir að vísindalegur grundvöllur þess að beita vel skipulagðri skattlagningu á matvæli ásamt fleiri aðgerðum til að bæta neysluvenjur sé að styrkjast og sé hvað sterkastur þegar mat er lagt á heilsufarslegan ávinning af skattlagningu sykraðra drykkja.Hér ber að líta ávexti í íslenskri verslun.Vísir/VilhelmEftirfarandi eru tilögur Embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag: 1. Stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki þannig að þeir séu skattlagðir í samræmi við almenna skattheimtu í landinu, þ.e. beri 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Einnig að lögð séu vörugjöld á gosdrykki þannig að hækkunin á þeim nemi í heildina a.m.k. 20% sem er þá í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur aðildarríkjum. 2. Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Eyrnamerkja ætti hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsueflingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig geta stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu. Þetta er einnig í samræmi við ráðleggingar WHO. 3. Samhliða slíkri skattlagningu er mikilvægt að upplýsa almenning um heilsufarslegan ávinning af minni sykurneyslu. Einnig er mikilvægt að fylgjast með og meta hvaða áhrif skattlagningin hefur á neysluvenjur Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag tillögur Embættis landlæknis um að breyta álögum á tiltekin matvæli til bæta neysluvenjur landsmanna. Tillögurnar eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga úr heilsufarslegum ójöfnuði. Svandís segir mikilvægt að stjórnvöld fjalli um tillögur Embættis landlæknis, enda sé það lagt til í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að kostir þess að beita efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu verði skoðaðir að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.Vísir//VilhelmÍ minnisblaði embættisins til heilbrigðisráðherra þessa efnis er áhersla lögð á að lýðheilsusjónarmið verði höfð til hliðsjónar við beitingu efnahagslegra hvata þannig að þeir virki sem forvarnaraðgerð og verði til þess að bæta heilsu landsmanna. Bent er á að sykurneysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráðlagðri hámarksneyslu meðal ungs fólks og barna og í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar sé neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum mest hér á landi. Þessar neysluvenjur auki líkur á offitu og tannskemmdum og geti aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Embætti landlæknis segir að vísindalegur grundvöllur þess að beita vel skipulagðri skattlagningu á matvæli ásamt fleiri aðgerðum til að bæta neysluvenjur sé að styrkjast og sé hvað sterkastur þegar mat er lagt á heilsufarslegan ávinning af skattlagningu sykraðra drykkja.Hér ber að líta ávexti í íslenskri verslun.Vísir/VilhelmEftirfarandi eru tilögur Embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag: 1. Stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki þannig að þeir séu skattlagðir í samræmi við almenna skattheimtu í landinu, þ.e. beri 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Einnig að lögð séu vörugjöld á gosdrykki þannig að hækkunin á þeim nemi í heildina a.m.k. 20% sem er þá í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur aðildarríkjum. 2. Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Eyrnamerkja ætti hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsueflingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig geta stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu. Þetta er einnig í samræmi við ráðleggingar WHO. 3. Samhliða slíkri skattlagningu er mikilvægt að upplýsa almenning um heilsufarslegan ávinning af minni sykurneyslu. Einnig er mikilvægt að fylgjast með og meta hvaða áhrif skattlagningin hefur á neysluvenjur
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira