Kúrdar sýna ISIS-liðum miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 16:42 Úr réttarsal í Sýrlandi. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira