Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:30 Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Sjá meira
Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Sjá meira