Notuðu her dróna til að trufla lögregluaðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 23:30 Drónar eru til margra hluta nytsamlegir. Vísir/Getty Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma. Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma.
Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira