Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 18:32 Fáni og þinghús Iowa í Des Moines. Vísir/Getty Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira