Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2018 10:49 Í stefnunni á hendur Atla Má er því haldið fram að hann hafi án sannana sett fram tilhæfulaus ummæli á hendur Guðmundi Spartakusi þar sem hann er án sannana sakaður um hroðalegustu glæpi. Vísir Paragvæski blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz mun bera vitni í gegnum fjarskiptabúnað með myndavél í dómsal á morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Umræddur Ruiz hefur fjallað um Guðmund Spartakus í fjölmiðlum í Suður-Ameríku og hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla að miklu leyti byggt á umfjöllun Ruiz. „Það stefnir allt í það,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson verjandi Atla Más. Hann eigi eftir að fara yfir það með dóminum hvernig nákvæmlega verði að skýrslutökunni staðið. „Við lögmennirnir viljum báðir hafa þetta í hljóð og mynd. Það er best að andlitið á honum sé þarna,“ segir Gunnar Ingi. Ruiz er búsettur í Suður-Ameríku og það sé erfitt að taka símaskýrslur af mönnum svo langt í burtu.Úr umfjöllun Vice um Ruiz en umfjöllun hans um spillingu og eiturlyfjaviðskipti í Paragvæ hefur leitt til þess að honum hafa verið sýnd banatilræði.Atli og Ruiz gefa skýrslu „Það er eðlilegt að menn treysti ekki hverjir eru hinum megin á línunni,“ segir Gunnar Ingi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, hafði óskað eftir því að Ruiz bæri vitni í dómsal. Enginn ágreiningur er lengur þess efnis segir Gunnar Ingi, þ.e. svo framarlega sem Ruiz komi fram í mynd. Aðalmeðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjaness í fyrramálið á tíunda tímanum. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi fram yfir hádegi. Atli Már mun gefa skýrslu, Ruiz á eftir honum áður en lögmennirnir ljúka aðalmeðferðinni með málflutningi sínum. Gunnar Ingi hafði óskað eftir því að Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gæfi skýrslu. Fram kom á RÚV á mánudaginn að Gunnar Ingi vildi spyrja Karl Steinar út í rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013. Atli Már fjallaði um hvarf hans í grein í Stundinni árið 2016 þar sem reynt var að svara spurningunni hvað hefði komið fyrir Friðrik. Var fjallað um Guðmund Spartakus í greininni og eru ummæli í henni meðal þeirra sem Guðmundur stefnir Atla Má fyrir. Krefst hann tíu milljóna króna í bætur.Enginn Karl Steinar í dómsal Lögfræðingar lögregluembættisins meta það svo að það sé ýmsum vandkvæðum bundið að Karl Steinar gefi skýrslu í málinu, að sögn Gunnars. Það snúi meðal annars að þagnarskyldu opinberra starfsmanna en hann geti ekki tjáð sig um málið. Athygli hefur vakið að Guðmundur Spartakus mun ekki gefa skýrslu fyrir dómi þótt verjandi Atla Más hafi skorað á hann að gera það. „Því hefur verið komið rækilega á framfæri að hann vilji ekki koma og gefa neina skýrslu, hvorki í þessu máli né öðrum,“ segir Gunnar Ingi. Í Hæstarétti á mánudaginn, þar sem meiðyrðarmál Guðmundar Spartakusar gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir, lýsti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar, að umbjóðandi sinn hefði engan áhuga á að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla“.Atli Már fagnar því á Facebook að Ruiz beri vitni á morgun. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Paragvæski blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz mun bera vitni í gegnum fjarskiptabúnað með myndavél í dómsal á morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Umræddur Ruiz hefur fjallað um Guðmund Spartakus í fjölmiðlum í Suður-Ameríku og hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla að miklu leyti byggt á umfjöllun Ruiz. „Það stefnir allt í það,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson verjandi Atla Más. Hann eigi eftir að fara yfir það með dóminum hvernig nákvæmlega verði að skýrslutökunni staðið. „Við lögmennirnir viljum báðir hafa þetta í hljóð og mynd. Það er best að andlitið á honum sé þarna,“ segir Gunnar Ingi. Ruiz er búsettur í Suður-Ameríku og það sé erfitt að taka símaskýrslur af mönnum svo langt í burtu.Úr umfjöllun Vice um Ruiz en umfjöllun hans um spillingu og eiturlyfjaviðskipti í Paragvæ hefur leitt til þess að honum hafa verið sýnd banatilræði.Atli og Ruiz gefa skýrslu „Það er eðlilegt að menn treysti ekki hverjir eru hinum megin á línunni,“ segir Gunnar Ingi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, hafði óskað eftir því að Ruiz bæri vitni í dómsal. Enginn ágreiningur er lengur þess efnis segir Gunnar Ingi, þ.e. svo framarlega sem Ruiz komi fram í mynd. Aðalmeðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjaness í fyrramálið á tíunda tímanum. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi fram yfir hádegi. Atli Már mun gefa skýrslu, Ruiz á eftir honum áður en lögmennirnir ljúka aðalmeðferðinni með málflutningi sínum. Gunnar Ingi hafði óskað eftir því að Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gæfi skýrslu. Fram kom á RÚV á mánudaginn að Gunnar Ingi vildi spyrja Karl Steinar út í rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013. Atli Már fjallaði um hvarf hans í grein í Stundinni árið 2016 þar sem reynt var að svara spurningunni hvað hefði komið fyrir Friðrik. Var fjallað um Guðmund Spartakus í greininni og eru ummæli í henni meðal þeirra sem Guðmundur stefnir Atla Má fyrir. Krefst hann tíu milljóna króna í bætur.Enginn Karl Steinar í dómsal Lögfræðingar lögregluembættisins meta það svo að það sé ýmsum vandkvæðum bundið að Karl Steinar gefi skýrslu í málinu, að sögn Gunnars. Það snúi meðal annars að þagnarskyldu opinberra starfsmanna en hann geti ekki tjáð sig um málið. Athygli hefur vakið að Guðmundur Spartakus mun ekki gefa skýrslu fyrir dómi þótt verjandi Atla Más hafi skorað á hann að gera það. „Því hefur verið komið rækilega á framfæri að hann vilji ekki koma og gefa neina skýrslu, hvorki í þessu máli né öðrum,“ segir Gunnar Ingi. Í Hæstarétti á mánudaginn, þar sem meiðyrðarmál Guðmundar Spartakusar gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir, lýsti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar, að umbjóðandi sinn hefði engan áhuga á að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla“.Atli Már fagnar því á Facebook að Ruiz beri vitni á morgun.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00
43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45