Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 20:00 Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira