Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 13:04 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent