Iniesta gekk til liðs við unglingaakademíu Barcelona árið 1996 og hefur verið hjá félaginu alla tíð síðan. Hann er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar í huga margra og hefur unnið fjöldan allan af titlum með Barcelona ásamt því að hafa orðið Heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.
La Liga
Copa Del Rey
Spanish Super Cup
Champions League
Super Cup
LEGEND! pic.twitter.com/IDOXc0RQl0
— BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2018
Barcelona, sem var búið að tryggja sér sigur í La Liga fyrir loka umferðina, vann leikinn 1-0 með marki frá Philippe Coutinho á 57. mínútu. Markið var af dýrari gerðinni, skot af vítateigslínunni og í samskeytin.
Leikurinn snérist þó lítið um úrslitin þar sem Real Sociedad var ekki í fallbaráttu og var aðal sviðsljósið á Iniesta. Ekki hefur verið staðfest hvert hann muni nú halda en sögusagnir herma að Kína gæti orðið næsti áfangastaður.