Börn sem pólitískt punt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. maí 2018 07:35 Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun