Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Riyad Mansour sendiherra Palestínu hjá SÞ, ofarlega á myndinni, og Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels, tókust á fyrir Öryggisráðinu í gær. Vísir/epa Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44