„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:24 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar. Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar.
Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent