Kevin Durant, leikmaður Warriors, og James Harden hjá Houston fóru í skotkeppni í leiknum. Durant endaði með 37 stig og Harden 41.
„Kevin er svo mikill lúxusleikmaður. Sóknin getur verið í tómu tjóni og þá er nóg að henda boltanum á hann. Líkurnar á því að hann skori eru ansi miklar,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, eftir leikinn.
Kevin Durant (37 PTS, 3 3PM) & James Harden (41 PTS, 5 3PM) put on a scoring duel in Game 1 of the Western Conference Finals! #DubNation#Rockets#NBAPlayoffspic.twitter.com/T5s7nEabbH
— NBA (@NBA) May 15, 2018
„Þá komumst við ekki yfir ákveðnar hindranir. Kevin kemur okkur yfir allar hindranir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum það á að verjast honum. Hann getur komist í öll skot sem hann vill.“
Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir Warriors í leiknum og Steph Curry 18. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Rockets.
Annar leikur liðanna fer fram annað kvöld.