Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 07:39 Um er að ræða fimm Land Cruiser-jeppa Nyasa Times Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times. Malaví Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times.
Malaví Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira