Vansvefta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. maí 2018 10:00 Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar